Keppendur frá Skíðafélagi Akureyrar (SKA) nældu sér í þrenn gullverðlaun á tveimur bikarmótum hjá Skíðasambandi Íslands fram fóru á Dalvík sl. helgi. Keppt var í stórsvigi báða keppnisdagana og voru alls 49 keppendur skráðir til leiks, 34 karlar og 15 konur. Á laugardeginum sigraði Freydís Halla Einarsdóttir SKRR í kvennaflokki, Kolbrún Lilja Hjaltadóttir SKA varð önnur og Telma Rut Jóhannsdóttir SFÍ í því þriðja. Í karlaflokki sigraði Arnar Geir Ísaksson SKA, í öðru sæti varð Einar Kristinn Kristgeirsson SKA og þriðji Unnar Már Sveinbjarnarson Dalvík.
Á sunnudeginum sigraði Katrín Kristjánsdóttir SKA í kvennaflokki en Freydís Halla hafnaði í öðru sæti og Erla Guðný Helgadóttir SKRR varð þriðja. Í karlaflokki sigraði Magnús Finnsson SKA á sunnudeginum, Arnar Geir varð annar og Árni Þorvaldsson SKRR í þriðja sæti.