Kennurum fækkar um helming á 30 árum

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Eft­ir fimmtán ár er lík­legt að mikill skortur verði á grunnskólakennurum ef ekkert verður að gert. Eft­ir þrjá­tíu ár má gera ráð fyrir að fjöldi rétt­inda­kenn­ara verði helm­ingi minni frá því sem nú er. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum Helga Ei­ríks Helga­son­ar meist­ara­nema og Stef­áns Hrafns Jónsson­ar, pró­fess­ors við Há­skóla Íslands.

Niður­stöðurn­ar kynntu þeir á ráðstefnu um ís­lenska þjóðfé­lags­fræði á Ak­ur­eyri fyrir skemmstu. Þetta kom fram í Frétta­blaðinu.

Rann­sókn­in fjall­ar um sam­setn­ingu grunn­skóla­kenn­ara  á Íslandi. At­hugað var hvernig þróun stétt­ar­inn­ar yrði á næstu árum og ára­tug­um.

Árið 2031 verða grunn­skóla­kenn­ar­ar lík­lega 6.880 tals­ins en árið 2051, tutt­ugu árum síðar, verða þeir aðeins 3.689, ef ekk­ert verður að gert. /epe

Nýjast