Kennurum fækkar um helming á 30 árum
Eftir fimmtán ár er líklegt að mikill skortur verði á grunnskólakennurum ef ekkert verður að gert. Eftir þrjátíu ár má gera ráð fyrir að fjöldi réttindakennara verði helmingi minni frá því sem nú er. Þetta kemur fram í niðurstöðum Helga Eiríks Helgasonar meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands.
Niðurstöðurnar kynntu þeir á ráðstefnu um íslenska þjóðfélagsfræði á Akureyri fyrir skemmstu. Þetta kom fram í Fréttablaðinu.
Rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi. Athugað var hvernig þróun stéttarinnar yrði á næstu árum og áratugum.
Árið 2031 verða grunnskólakennarar líklega 6.880 talsins en árið 2051, tuttugu árum síðar, verða þeir aðeins 3.689, ef ekkert verður að gert. /epe