Kennarar ganga út í annað sinn

Myndin er tekin þegar grunnskólakennarar á Húsavík mættu í stjórnsýsluhúsið og afhentu sveitastjórn …
Myndin er tekin þegar grunnskólakennarar á Húsavík mættu í stjórnsýsluhúsið og afhentu sveitastjórn kröfugerð undirritaða af rúmlega þrjú þúsund kennurum alls staðar að af landinu. Mynd: epe

Grunnskólakennarar víðast hvar á landinu ætla að leggja niður störf klukkan 13.30 í dag og þannig sýna samstöðu í kjaradeilu þeirra við sveitarfélögin. Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem kennarar ganga út af vinnustöðum sínum.

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir trúnaðarmaður kennara í Borgarhólsskóla á Húsavík sagði í samtali við Vikudag.is að kenarar í Borgarhólsskóla muni leggja niður störf klukkan 13:30 í dag eins og kennarar annars staðar á landinu til að sýna samstöðu og þrýsta í leiðinni á sveitarfélögin að rétta hlut grunnskólakennara. Kennararnir á Húsavík ætla að hittast á veitingastaðnum Hvalbak og eiga þar samstöðufund.

Spurð hvort aðgerðir kennara riðli að einhverju leyti hefðbundnu skólahaldi sagðihún: „Það falla niður tímar á miðstigi og unglingastigi, yngri krakkarnir eru búnir á þessum tíma og farnir í frístund,“

Kennarar á Akureyri hafa ákveðið að hittast á samstöðufundi í húsakynnum KFUM og KFUK í dag.

Nýjast