KEA úthlutar 7,6 milljónum króna úr Háskólasjóði

Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhentu í dag 7,6 milljónir króna úr Háskólasjóði KEA.  Athöfnin fór fram á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð. Þetta er í sjöunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA en samstarfsyfirlýsing KEA og háskólans var fyrst undirrituð í október 2002 og endurnýjuð í september 2007. Samkvæmt samkomulaginu eru veittir námsstyrkir, styrkir til rannsókna, búnaðarkaupa og sérverkefna og veitt eru verðlaun vegna námsárangurs til nemenda í viðskipta- og raunvísindadeild. Við úthlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, þar sem verkefni fela í sér ný eða aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk og eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins. Verðlaun vegna námsárangurs og úthlutun námsstyrkja voru alls sjö og til úthlutunar var rúmlega 1,1 milljón. Umsóknir í flokki rannsókna, til búnaðarkaupa og sérverkefna voru 25 talsins og upphæðin sem sótt var um rúmar 26 milljónir. Tíu aðilar fengu styrk en alls komu rúmar 6,5 milljónir til úthlutunar að þessu sinni.  

  
Eftirtalin rannsóknarverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA árið 2009: 
Rannsókn meðal ferðamanna í Eyjafirði sumarið 2009, Rannsóknarmiðstöð ferðamálaKr. 750.000 
Eflandi fræðsla til bæklunarsjúklinga – mat og alþjóðlegur samanburður. Árún K. Sigurðardóttir kr.500.000
Stofngerð íslenska fálkans útskýrð með erfðaefni fjaðra, Kristinn P. Magnússon, kr. 500.000
Hefur árangur af samrunum fyrirtækja á Íslandi verið í samræmi við markmið á síðastliðnum árum? Fjóla Björk Jónsdóttir og Ögmundur KnútssonKr. 250.000.

 -Eftirtaldir fengu styrki til búnaðarkaupa: 
Búnaður til þörungaræktunar Steinar Rafn Beck, kr. 900.000
SimMan 3G kennsluhermir, Hafdís Skúladóttir kr. 1.000.000 

Eftirtaldir fengu styrki vegna sérverkefna: 
Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri, Þóroddur Bjarnason, kr. 350.000 
ECP. Tengiliður íslensks rannsóknasamfélags við evrópskar rannsóknir á svæðisbundinni þróun og skipulagi, Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, kr. 750.000.
Gasaðgreiningartæki (GC), Jóhann Örlygsson, kr. 1.000.000 
Heimildarmynd um vísindiDagmar Ýr Stefánsdóttir, kr. 500.000


Eftirtaldir brautskráðir nemar frá HA fengu styrki til framhaldsnáms:  
Sigrún Sigurðardóttir.Nemandi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands kr. 300.000 
Margrét Eiríksdóttir. Nemandi í klíniskri sálfræði við Háskóla Íslands kr. 300.000 
Ingólfur Bragi Gunnarsson. Nemandi í meistaranámi í Uppsala University og Royal Institute of Technology í Svíþjóð. kr. 200.000 
Eydís Elva Þórarinsdóttir. Nemandi í rannsóknartengdu meistaranámi í líftækni við Háskólann á Akureyri kr. 200.000 

Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í viðskipta- og raunvísindadeild: 
Meistaranám í auðlindafræði:Jón Eðvald Halldórsson kr. 50.000
Raunvísindaskor: Jenny Schulze ,kr. 50.000 
Meistaranám í viðskiptafræði: Ingibjörg Ösp StefánsdóttirKr. 50.000

Nýjast