Katrín og Þórhildur sömdu við Þór/KA-Arna framlengir
Þór/KA gekk í dag frá samningum við tvo nýja leikmenn en þetta eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir frá KR og Þórhildur Ólafsdóttir frá ÍBV. Við sama tækifæri framlengdi miðjumaðurinn Arna Sif Ágrímsdóttir samning sinn við félagið til tveggja ára. Eru þetta góðar fréttir fyrir norðanliðið eftir að liðið þurfti að sjá á eftir fyrirliðanum, Rakel Hönnudóttur, til Breiðabliks í dag.
Katrín er 19 ára framherji og hefur skorað 11 mörk í efstu deild fyrir KR. Þórhildur er 21 árs miðjumaður og hefur spilað 62 leiki fyrir ÍBV og skorað 34 mörk. Báðar eiga þær fjölda landsleikja að baki með yngri landsliðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.