Katrín Ásbjörnsdóttir á leiðinni í Þór/KA

Katrín Ásbjörnsdóttir í leik með KR. Mynd: kr.is
Katrín Ásbjörnsdóttir í leik með KR. Mynd: kr.is

Knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir er á förum frá KR og mun ganga í raðir Þórs/KA, eftir því sem fram kemur á vef KR í morgun. Þetta verður að teljast til nokkurrar tíðinda en Þór/KA hefur hingað til gengið illa að fá íslenska leikmenn til liðs við sig og hefur félagið nær eingöngu styrkt sig með erlendum leikmönnum undanfarin ár. Katrín skoraði 21 mark í 91 leik með meistaraflokki en mun nú spreyta sig með Þór/KA í Pepsi-deildinni  næsta sumar.

Nýjast