KA/Þór gekk verulega illa að hrista gesti sína af sér í síðari hálfleik og aldrei munaði meira en þremur mörkum á liðunum. Í lokin munaði einu marki og KA/Þór hafði boltann þegar um 40 sek voru til leiksloka. Þá tóku þær verulega óskynsamlegt skot sem var varið í stað þess að halda boltanum lengur og gestirnir fengu tækifæri til að jafna með síðustu sókn leiksins.Þeim lukkaðist það þó ekki þrátt fyrir að fá tvær tilraunir til og KA/Þórs-stúlkur fögnuðu sigrinum ákaft enda komnar í úrslitaleik 2. deildar.
Norðanstúlkur hafa oft leikið betur en í þessum leik og hefðu átt að vera löngu búnar að gera út um hann áður en honum lauk. Miklu munaði greinilega um fjarveru Örnu Valgerðar Erlingsdóttur vegna veikinda. Þetta kom þó ekki að sök og geta stúlkurnar nú látið sig hlakka til úrslitaleiksins þar sem andstæðingurinn verður Víkingur. Ekki er enn komin staðfest tímasetning á þann leik.