KA/Þór fékk skell í Eyjum

KA/Þór tapaði stórt gegn ÍBV er liðin áttust við í dag í Eyjum í N1-deild kvenna í handknattleik. Lokatölur urðu 39-23, en ÍBV hafði 13 marka forystu í hálfleik, 22-9. KA/Þór hefur því áfram tvö stig í neðri hluta deildarinnar en ÍBV fer upp í sex stig um miðja deild. Hlé verður nú gert á deildinni til 14. janúar vegna HM í Brasilíu sem hefst í næsta mánuði.

Nýjast