Karlakór Akureyrar-Geysir með tvenna tónleika í Eyjafirði

Karlakór Akureyrar-Geysir heldur tvenna tónleika í Eyjafirði, dagana 15. og 16. maí nk. Vorið er uppskerutími KAG, þegar strangar æfingar vetrarins skila sér í söng og gleði með hækkandi sól. Hápunktur starfsársins eru vortónleikar KAG í Glerárkirkju á Akureyri. Daginn áður er venjan að taka forskot á sæluna og syngja sömu dagskrá á öðrum stað.  

Hrísey varð fyrir valinu að þessu sinni og föstudaginn 15. maí syngur KAG á tónleikum í glæsilegu íþróttahúsi Hríseyinga. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og þá hafa karlakórsmenn að sjálfsögðu tekið "Hríseyjarstrætóinn", ferjuna sem allan ársins hring skilar öllum til og frá eyjunni. Laugardaginn 16. maí, syngur KAG svo á hinum eiginlegu vortónleikum í Glerárkirkju. Þeir tónleikar hefjast kl. 16. Fjölbreytt dagskrá verður á tónleikunum, bæði innlend og erlend lög. Hefðbundin karlakórslög, léttari dægurtónlist, negrasálmar o.fl.

Nýjast