Hrísey varð fyrir valinu að þessu sinni og föstudaginn 15. maí syngur KAG á tónleikum í glæsilegu íþróttahúsi Hríseyinga. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og þá hafa karlakórsmenn að sjálfsögðu tekið "Hríseyjarstrætóinn", ferjuna sem allan ársins hring skilar öllum til og frá eyjunni. Laugardaginn 16. maí, syngur KAG svo á hinum eiginlegu vortónleikum í Glerárkirkju. Þeir tónleikar hefjast kl. 16. Fjölbreytt dagskrá verður á tónleikunum, bæði innlend og erlend lög. Hefðbundin karlakórslög, léttari dægurtónlist, negrasálmar o.fl.