Karl Haraldur sigraði í punktakeppni á Arctic Open
Karl Haraldur Bjarnarson úr Golfklúbbi Akureyrar og atvinnukylfingurinn Jeffery L. Whitman frá Bandaríkjunum eru sigurvegarar á Arctic Open 2011 sem haldið var á Jaðarsvelli um helgina. Karl Haraldur sigraði í punktakeppni en Whitman sigraði í höggleik.
Karl Haraldur fékk 71 punkt, Hallgrímur T. Ragnarsson úr Keili varð annar með 70 punkta, þriðji Jeffrey Whitman með 69 punkta, hann sigraði án forgjafar, lék á 147 höggum sem er fimm höggum yfir pari. Ólafur Gylfason golfkennari hjá GA varð annar á 148 höggum og þriðji var Kjartan Fossberg Sigurðson úr GA á 154 höggum.
Marólína G. Erlendsdóttir úr GR sigraði kvennaflokkinn en hún spilaði á 188 höggum og Haraldur Júlíusson úr GA sigraði í flokki 55 ára og eldri en hann spilaði á 156 höggum.
Einnig er spilað í liðakeppni þar sem raðað er í af handahófi og sigurliðið skipaði Árni Már Harðarsson, Hallgrímur R. Tómasson, Gunnlaugur Kári Guðmundsson og Heimir Bergmann Hauksson en þeir fengu 200 punkta.