Kári Arnór vill laun frá Stapa

Kári Arnór Kárason. Mynd/Framsýn.is
Kári Arnór Kárason. Mynd/Framsýn.is

Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp fyrir ári eftir að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag

Lögmaður Kára, Hlynur Jónsson segir að ekki hafi verið staðið við ráðningasamning þegar Kári lét af störfum en málið hefur verið tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Í Fréttablaðinu kemur fram að Kári hafi gefið út yfirlýsingu fyrir ári síðan um að hann myndi láta af störfum hjá sjóðnum vegna aðkomu sinnar að fyrirtækjum í skattaskjólum. Kári var fyrsti einstaklingurinn á Íslandi til að segja upp störfum vegna leka Panamaskjalanna.

Fyrrverandi og núverandi stjórnarformaður auk skrifstofustjóra lífeyrissjóðsins verða kallaðir ti þegar vitnaleiðslur fara fram 8. september nk.


Athugasemdir

Nýjast