16. mars, 2009 - 14:27
Fréttir
Lögreglan á Akureyri handtók rúmlega fertuga konu sl. föstudagskvöld vegna gruns um fíkniefnamisferli. Í framhaldinu var gerð húsleit
á heimili hennar þar sem fundust rúmlega 70 grömm af kannabisefnum. Konan viðurkenndi að eiga efnin og að hafa ætlað þau til sölu. Hún
var látin laus eftir yfirheyrslu og telst málið upplýst.
Lögreglan minnir á fíknefnasímann, 800-5005, þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.