Velferðarráð Akureyrar hefur samþykkt að skipað verði í starfshóp um næringu eldri borgara með hliðsjón af ákvæðum laga um þjónustuhóp aldraðra. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ var kveikjan að stofnun starfshópsins umræða fagfólks í þjónustu við aldraða um að vísbendingar séu um að ákveðnir hópar aldraðra nærist ekki nægilega vel.