Kann vel við stórborgarlífið
Sigrún Stella Bessason er fædd í Winniepeg í Kanada árið 1979 en alin upp í Brekkunni á Akureyri frá 7 ára aldri. Hún flutti aftur út rúmlega tvítug og ætlaði að stoppa stutt, en síðan eru liðin þrettán ár. Tónlistin á hug hennar allan og segir hún forréttindi að starfa við það sem henni finnst skemmtilegast að gera. Hún segir Akureyri vera besta stað í heimi og það sé alltaf gott koma heim.
Mér finnst æðislegt að koma heim til Akureyrar og heilsa upp á vini og ættingja. Hérna liggja ræturnar. Ég lít fyrst og fremst á mig sem Akureyring þótt ég hafi búið stærstan hluta ævinnar í Kanada.
Þetta er aðeins brot úr viðtali við Sigrúnu sem nálgast má í heild í nýjustu prentútgáfu Vikudags.