Kammertónleikar í Hofi á morgun

Hljóðfæraleikararnr sem koma fram á tónleikunum.
Hljóðfæraleikararnr sem koma fram á tónleikunum.

Á morgun, þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20:00, munu hljóðfæraleikararnir  þau Dagbjört Ingólfsdóttur (fagott), Gillian Haworth (óbó) og Páll Barna Szabó(píanó) halda kammertónleika í Menningarhúsinu Hofi. Á efnisskránni verður tónlist héðan og þaðan úr Evrópu, m.a.Tríó fyrir óbó, fagott og píanó eftir Francis Poulen og annað eftir Jean Françaix, Tugþraut eftir  Páll Barna Szabó og Gizem eftir Ayser Vançin

Þó svo að tónlistin sem flutt verður sé um margt ólík á hún margt sameiginlegt. Engin þyngsli og alvara verða á ferðinni heldur léttúð og leikur. Mikið jafnræði mun ríkja á milli hljóðfæranna sem munu talast við, rökræða og njóta þess jafnvel að rífast á köflum!  Hnyttin tilsvör, stríðni og góðar sögur verða gegnumgangandi í tónlistarflutningnum. Það má því með sanni segja að tónleikagestir Stuðla muni fá gott tækifæri til að lyfta sér upp á þriðjudagskvöldi og lífga upp á skammdegið með léttúð og leik, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast