Kalda vatnið úr göngunum nýtt sem neysluvatn

Kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum verður notað sem neysluvatn.
Kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum verður notað sem neysluvatn.

Norður­orka hf. á Ak­ur­eyri vinn­ur nú að því í sam­vinnu við Vaðlaheiðargöng hf. að nýta kalda vatnið úr jarðgöng­un­um um Vaðlaheiði sem neysluvatn fyrir Akureyringa. Miðað er við að taka 70 lítra á sekúndu. Vatns­magnið fer nærri því að full­nægja allt að helm­ingi notk­un­ar bæj­ar­búa á köldu vatni.

Kaldavatnsþörfin á Akureyri er samkvæmt vef Norðurokru 180-200 sekúndulítrar yfir daginn en lágrennsli fer niður í um 70 sekúndulítra yfir nóttina.Liður í frágangi ganganna er að leiða kalt og heitt vatn út úr göngunum og segir Hjalti Steinn Gunnarsson, tæknifræðingur hjá Norðurorku, á vef fyrirtæksins að unnið hafi verið að því á undanförnum vikum. Norður­orka hef­ur út­búið safn­kerfi í mis­geng­inu þar sem vatnið sprett­ur fram.

Búið er að steypa safnþró og verður vatnið leitt úr henni röskum 6 km leið út úr göng­un­um og áfram aðra 4-5 km til Ak­ur­eyr­ar. Kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum mun í framtíðinni nýtast notendum á Akureyri og Svalbarðsströnd.

Kalt neysluvatn Akureyringa kemur að stærstum hluta úr annars vegar Hesjuvallalindum og hins vegar Sellandslindum ofan Akureyrar. Köldu vatni er einnig dælt frá Vöglum í Hörgárdal. Stefnt er að því að tengja upp­sprett­una í úr Vaðlaheiðrgöng­un­um við vatns­veit­una á Ak­ur­eyri árið 2020.

 

-þev

Nýjast