Kærkomin gjöf
Starsfólk Hótels Eddu á Akureyri gaf barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri leikföng fyrir yngri krakka, en mikil þörf var á að endurnýja leikföng í þeim flokki.Gjörin var því kærkomin.
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina barnadeild landsins utan höfuðborgarsvæðisins.
Deildin sinnir börnum og unglingum frá fæðingu og til 18 ára aldurs og koma skjólstæðingar deildarinnar frá öllu Norðurlandi og að hluta frá Austurlandi. Stundaðar eru allar almennar barnalækningar en að auki liggja sjúklingar á deildinni sem heyra undir önnur sérsvið t.d. skurðlækningar, bæklunarlækningar, HNE lækningar, kvensjúkdómalækningar og fleira.