Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur borist kæra og fylgigagn vegna framkvæmdaleyfis fyrir malbikun og tengingu Brálundar við Miðhúsabraut á Akureyri. Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Þetta kemur fram í bókunn frá fundi skipulagsnefndar í vikunni.
Vegna framkominnar stöðvunarkröfu er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varða og bæjaryfirvöldum um leið gefinn kostur á að tjá sig um málið. Bæjarlögmanni í samráði við skipulagsstjóra var falið að senda ÚSB umbeðin gögn ásamt greinargerð.