Kæfisvefnsrannsóknum á SAk hætt vegna fjárskorts

Kæfisvefnsrannsóknum þarf að hætta á SAk vegna þess að það fjármagn sem áætlað var í rannsóknirnar e…
Kæfisvefnsrannsóknum þarf að hætta á SAk vegna þess að það fjármagn sem áætlað var í rannsóknirnar er uppurið enda mikil þörf fyrir þær. Mynd Vikublaðið

Kæfisvefnsrannsóknum hefur fjölgað mikið síðastliðin ár og nú er svo komið að gildandi samningur við Sjúkratryggingar Íslands um fjölda rannsókna nægir ekki til að anna eftirspurn eftir þjónustunni. Í ljósi þessa verða ekki gerðar fleiri kæfisvefnsrannsóknir á  árinu nema samningar náist við Sjúkratryggingar Íslands um framkvæmd fleiri slíkra rannsókna á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Framkvæmdastjórn er í samningaviðræðum við Sjúkratryggingar Íslands og munu rannsóknir hefjast að nýju náist samningar um fjölgun rannsókna á árinu.

Frá þessu er greint á heimasíðu SAk, www.sak.is


Athugasemdir

Nýjast