KA vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni

KA-menn hafa 1-0 yfir í einvíginu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Mikasa-deildar karla í blaki en norðanmenn unnu fyrsta leik liðanna í kvöld, 3-0, er liðin áttust við í Ásgarði í Garðabæ. KA vann hrinurnar 25-22, 25-23 og 26-24. KA-menn hafa titil að verja sem ríkjandi Íslandsmeistarar og hefja titilvörnina vel en vinna þarf tvo leiki til þess að komast áfram. Í hinni undanúrslitaviðureigninni hefur HK 1-0 yfir gegn Þrótti Reykjavík eftir fyrstu rimmu liðanna, en sá leikur endaði 3-1 fyrir HK í Digranesi. Næstu leikir fara fram á fimmtudaginn og þá mætast KA og Stjarnan í KA-heimilinu kl. 17:00.

Nýjast