Það var enginn töluverður munur á liðinum í kvöld þótt KA leiki í 1. deild en Grindavík í úrvalsdeild. Grindvíkingar voru hins vegar mun beittari í sínum sóknaraðgerðum og fengu mun fleiri færi og það skyldi á milli liðanna í kvöld.
Fyrsta alvöru færi leiksins kom eftir um það bil tíu mínútna leik. Michal Pospisil slapp þá einn í gegnum vörn KA en Sandor Matus var vel vakandi í markinu og varði skotið.Aðeins tveimur mínútum síðar slapp Michal aftur inn fyrir vörn heimamanna og í þetta sinn gerði hann enginn mistök og skoraði í vinstra hornið framhjá Sandor í markinu. Gestirnir komnir 1:0 yfir.
Grindvíkingar voru svo algjörir klaufar að komast ekki tveimur mörkum yfir eftir korters leik. Alexander Magnússon sendi boltann fyrir markið og þar var Orri Freyr Hjaltalín einn á móti opnum marki, en hitti ekki boltann. Skelfilegt hjá Orra en KA slapp með skrekkinn.Þrátt fyrir að Grindvíkingar fengu betri færri voru KA-menn sprækir en vantaði oft herslumuninn á að skapa sér almennilega færi.
Hálfleikstölur, 0:1.
Seinni hálfleikurinn var bragðdaufur fyrstu mínúturnar. Liðin skiptust á að vera með boltann en lítið í gangi. Það fór hins vegar að draga til tíðinda þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik. Michal Pospisil fékk dauðafæri er hann fékk frítt skot inn í teig heimamanna en skaut boltanum beint í Sandor Matus í markinu. Pospisil var svo aftur á ferðinni skömmu síðar er hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Magnúsi Björgvinssyni. Gestirnir komnir 2:0 yfir og útlitið gott hjá þeim.
Litlu munaði að Grindavík kæmist þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur lifðu leiks, en Alexander Magnússon geystist þá upp hægri kantinn og hörkuskot hans fór rétt framjá markinu. Þriðja markið hefði gert út um leikinn en KA-menn stálheppnir og enn með lífsmarki í leiknum.
KA-menn voru ekki af baki dottnir og Hallgrímur Mar Steingrímsson minnkaði muninn í 1:2 á 75. mínútu. Mark Hallgríms var í laglegri í kantinum, hann fékk boltann í teig, vippaði honum upp í loftið og smellti boltanum upp í þaknetið. Allt opið í Boganum.
Andrés Vilhjálmsson fékk ágætis færi skömmu síðar fyrir heimamenn en skot hans utan úr teig fór yfir markið. Skömmu síðar átti Guðumdur Óli Steingrímsson hörkuskot rétt yfir mark gestanna, eftir sendingu frá Hallgrími bróður sínum.
Lengra komust KA-menn ekki og Grindvíkingar áfram í bikarnum.