KA tekur á móti Aftureldingu í kvöld

Leikið verður á Akureyrarvelli í kvöld þegar KA fær Aftureldingu í heimsókn í 16. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Eftir góðan útisigur gegn Fjarðabyggð í síðasta leik eiga KA- menn enn möguleika á úrvalsdeildarsæti á næsta ári. Fyrir leikinn er KA í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig en Afturelding situr í næstneðsta sæti með 14 stig.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:30.

Nánari upphitun fyrir leikinn í Vikudegi sem kemur út í dag.

Nýjast