KA tapaði í Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík hafði betur á heimavelli gegn KA er liðin mættust í kvöld í níundu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Lokatölur á Ólafsvíkurvelli, 2:1. KA komst yfir snemma í leiknum með marki frá Hallgrími Mar Steingrímssyni en Artjoms Goncars og Guðmundur Steinn Hafsteinsson sáu til þess að öll stigin yrðu eftir á Ólafsvík. KA er því áfram í níunda sæti deildarinnar með 10 stig en Víkingur fer í 12 stig og upp í fimmta sætið.

Nýjast