KA tapaði á Torfnesvelli
Taphrina KA í 1. deild karla í knattspyrnu hélt áfram í kvöld er liðið beið ósigur gegn BÍ/Bolungarvík á
útivelli. Lokatölur á Torfnesvelli, 2:1. Elvar Páll Sigurðsson kom KA yfir eftir tuttugu mínútna leik og þannig stóðu leikar fram að
74. mínútu er Matthías Króknes Jóhannesson jafnaði fyrir heimamenn. Sigurmarkið skoraði svo Tomi Ameobi á 78. mínútu og tryggði
Vestfirðingum stigin þrjú. KA hefur áfram tíu stig í tíunda sæti deildarinnar en BÍ/Bolungarvík er komið í 16 stig í
sjöunda sæti.