KA stelpur unnu TM mótið

KA-stelpurnar í KA1 með bikarinn. Mynd/KA.
KA-stelpurnar í KA1 með bikarinn. Mynd/KA.

Stelpurnar í KA1 gerðu sér lítið fyrir og unnu TM-mótið í fótbolta sem fram fór í Eyjum sl. helgi. KA vann Víkingi 3-1 í úrslitaleiknum og hömpuðu þar með bikarnum. Stelpurnar unnu alla tíu leiki sína á mótinu, skoruðu 41 mark og fengu aðeins á sig þrjú mörk, segir á vef KA. KA sendi alls fimm lið á TM sem er eitt allra stærsta mót ársins.


Nýjast