KA skoðar enskan kantmann

KA hefur fengið enska kantmanninn Theo Furness á reynslu til sín og verður hann á Akureyri næstu dagana. Furness er 21 árs en hann lék með unglingaliðum Middlesbrough á sínum tíma.

Hann mun núna æfa með KA næstu dagana og reyna að sanna sig til að fá samning hjá félaginu, en frá þessu er greint á fotbolti.net. 

Lítið hefur gengið hjá KA í 1. deildinni í sumar eftir ágætis byrjun. Liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð og er komið í bullandi fallbaráttu með tíu stig í tíunda sæti.

Nýjast