KA sigraði á Akureyrarvelli

Elvar Páll Sigurðsson skoraði eina markið á Akureyrarvelli í kvöld er KA lagði Gróttu að velli 1:0 í 1. deild karla í knattspyrnu. Þetta var fyrsti leikur KA á aðal velli sínum í sumar. Með sigrinum er KA komið með 10 stig í níunda sæti deildarinnar en Grótta er sjöunda sæti einnig með 10 stig.

Nýjast