KA sækir Selfoss heim í kvöld

Fjórir leikir fara fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld og hefjast allir leikir kl. 20:00.  Á Selfossvelli taka heimamenn á móti KA og þar mætir Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA-manna sýnum gömlu lærisveinum.

Norðanmenn hafa nú tapað þremur leikjum í röð í deildinni og þurfa á stigum að halda í kvöld. Selfoss er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig en KA hefur sjö stig í áttunda sæti.

Leikir kvöldsins í 1. deild karla:

Haukar-ÍA Ásvellir

Fjölnir-Grótta Fjölnisvöllur

BÍ/Bolungarvík-HK  Torfnesvöllur

Selfoss-KA Selfossvöllur

Nýjast