KA og Fjölnir eigast við í Grafarvoginum í kvöld

Einn leikur fer fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld en KA og Fjölnir mætast á Fjölnisvelli kl. 18:30. KA er í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig og er ekki enn laust við falldrauginn. Fjölnir siglir lygnan sjó um miðja deild með 27 stig í sjötta sæti. Liðin mættust á Þórsvellinum fyrir norðan fyrr í sumar þar sem Fjölnir hafði betur 4:1.

Nýjast