Tveir leikir fóru fram á Hleðslumótinu í knattspyrnu í Boganum í gær þar sem KA og Dalvík/Reynir unnu sína leiki örugglega. KA lagði Magna örugglega að velli 3-0 þar sem Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði tvívegis og Hallgrímur Mar Steingrímsson eitt mark. Þá skellti Dalvík/Reynir liði KA2 5-0. Bessi Víðisson skoraði tvívegis og þeir Viktor Jónsson, Hermann Albertsson og Gunnar Magnússon skoruðu sitt markið hver.
Hér að neðan fara umfjallanir Bjarna Hrannar Héðinssonar um leikina tvo.
KA 3-0 Magni
KA sótti mikið strax frá byrjun og fyrsta markið skoraði
Jóhann Örn Sigurjónsson af stuttu færi á 6. Minute leiksins. Leikmenn
Magna börðust vel og héldu aftur af líflegu KA liðinu út hálfleikinn og
staðan var því í 1-0 hálfleik.
Strax á fyrstu mín síðari hálfleiks vann Bjarki Baldvinsson boltann af
Varnarmönnum Magna og lék inn á vítateginn þar var hann felldur og
vítaspyrna dæmd. Á punktinn fór Hallgrímur Mar en hann þrumaði boltanum í
þverslána og
yfir.
KA menn sóttu áfram og á 56 min skoraði Jóhann Örn sitt annað mark með
skoti utarlega úr vítateignum. Fjórtán mínútum síðar innsiglaði Hallgrímur
Mar 3-0 sigur KA manna með því að leggja boltann í autt markið eftir að
KA-menn höfðu spilað sig í gegnum vörn Grenvíkinga og komist þrír gegn
markverði. Magni fékk sitt besta færi undir lok leiks þegar Pálmar
Magnússon átti þrumuskot langt fyrir utan vítateig sem fór yfir Sandor
Matus í marki KA og hafnaði í innanverðri stönginni. Lokatölur leiksins
voru því 3-0 fyrir KA.
KA2 0-5 Dalvík/Reynir
Snemma sást munurinn á liðunum en lið KA2 er að mestu leiti skipað
ungum leikmönnum þótt inn á milli mátti sjá glitta í stöku reynslubolta.
Bessi Víðisson kom gestunum yfir á 34 min með góðu skoti fyrir utan vítateig.
Á 43 min skoraði Viktor Jónasson annað mark leiksins - gott skot sem
markvörður KA2 hélt ekki. Tveimur mínútum síðar bætti Hermann Albertsson
þriðja markinu við fyrir Dalvíkinga með góðum skalla. Dalvík/Reynir hafði
því 3-0 forystu þegar gengið var til búningsherbergja.
í seinni hálfleik skiptust liðin á að vera með boltann en Dalvík/Reynir
var eftir sem áður töluvert sterkari aðilinn. Á 68 min sendi Viktor
Jónasson boltann inn á markteig KA-manna og Gunnar Már Magnússon skoraði
fyrir opnu marki. Bessi Víðisson kórónaði svo frábæran leik sinn með því
að skora síðasta mark leiksinns á 75 mínútu. Lokatölur voru því 5-0 fyrir
Dalvík/Reyni.