KA-menn halda vestur á firði í kvöld

KA-menn sækja Guðjón Þórðarson og lærisveina hans í BÍ/Bolungarvík heim í kvöld í elleftu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu og hefst leikurinn á Torfnesvelli kl. 20:00. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið.

Vestfirðingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í vonina um að blanda sér í toppbaráttuna og KA-menn eru sex stigum frá fallsæti eftir tvö töp í röð. Norðanmenn hafa tíu stig í tíunda sæti en BÍ/Bolungarvík 13 stig í áttunda sæti. 

Leikir kvöldsins í 1. deild karla:

ÍA-Leiknir R. kl. 20:00 Akranesvöllur

Grótta-HK kl. 20:00. Gróttuvöllur

ÍR-Víkingur Ó.  kl. 20:00. ÍR-völlur

BÍ/Bolungarvík-KA kl. 20:00. Torfnesvöllur

Haukar-Selfoss kl. 20:00. Ásvellir

Nýjast