KA fær Víking Ó. í heimsókn

KA fær Víking Ó. í heimsókn á Akureyrarvöll í dag þegar þrír leikir fara fram í 20. umferð  1. deildar karla í knattspyrnu og  hefst leikurinn kl. 14:00. Lítið er undir hjá báðum liðum í leiknum þar sem KA er laust við fall og Víkingur úr leik í baráttunni um annað sæti deildarinnar. KA-menn eru fyrir leikinn með 23 stig í áttunda sæti en Víkingur 28 stig í sjötta sæti.

Þá fer einnig heil umferð fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu þar sem Þór/KA sækir lið Þróttar heim á Valbjarnarvöll kl. 14:00.

Nýjast