11. júní, 2009 - 13:20
Fréttir
KA fær topplið Hauka í heimsókn er liðin mætast á Akureyrarvelli í kvöld í sjöttu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu.
Fyrir leikinn er KA í 5. sæti deildarinnar með sjö stig, en Haukar eru sem fyrr segir efstir í deildinni með 13 stig. Búast má við hörkuleik
í kvöld og er fólk hvatt til þess að mæta á völlinn og styðja við bakið á sínum mönnum.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15.
Upphitun fyrir leikinn í kvöld, sem og leik Þórs og Selfoss nk. laugardag, má finna í Vikudegi sem kemur út í dag.