Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 19. maí síðastliðinn að úthluta rúmlega 30 milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í fjórða skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum. Alls var úthlutað til 9 verkefna en umsóknir voru 11 talsins. KA fékk styrk upp á 5 milljónir króna vegna endurbóta við stúku á Akureyrarvelli.
Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.
Úthlutanir úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2011:
Umsókn | Verkefni | Styrkveiting | |
1 | Magni | Knattspyrnuvöllur á Grenivík | 1.000.000 kr. |
2 | Samherjar | Sparkvöllur við Hrafnagilsskóla | 1.000.000 kr. |
3 | Bolungarvík | Búningsaðstaða, salernisaðstaða og veitingasala | 2.000.000 kr. |
4 | BÍ/Bol.vík | Áhorfendastúka við Torfnesvöll á Ísafirði | 10.000.000 kr. |
5 | Víkingur R | Bætt aðstaða fyrir sjónvarpsútsendingar | 300.000 kr. |
6 | KA | Stúka við Akureyrarvöll - endurbætur | 5.000.000 kr. |
7 | Leiknir R | Lóðarframkvæmdir, aðgengi og æfingavöllur fyrir börn | 2.000.000 kr. |
8 | Víkingur Ó | Stúkubygging við Ólafsvíkurvöll | 7.000.000 kr. |
9 | ÍA | Endurbygging æfingavalla á Jaðarsbökkum - áfangi 1 | 2.000.000 kr. |
Samtals | 30.300.000 |