KA án stiga í jólafrí

KA tapaði tveimur síðustu leikjum sínum á árinu í Mikasadeild karla sem báðir fóru fram á útivelli um helgina. KA mætti HK í fyrri leiknum sem lauk með 3-1 sigri HK-inga. KA vann fyrstu hrinuna 25-22 en HK næstu þrjár, 25-17, 25-20 og 25-13. Seinni leikurinn var gegn Þrótti Reykjavík sem lauk með sigri Þróttar 3-0 en sá leikur tók aðeins 53 mínútur að klárast. Þróttur vann hrinurnar með tölunum 25-16, 25-18 og 25-9.

Piotr Kempisty var stigahæstur KA-manna í leikjunum tveimur en hann skoraði 10 stig gegn HK en 25 stig gegn Þrótti. KA fer því án stiga í jólafrí en liðið hefur aðeins unnið tvær hinur af 18, í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað.

Nýjast