Júní sá hlýjasti á Akureyri í 60 ár

 Óvenjuhlýtt var á Akureyri í júní, meðahitinn mældist 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í júní síðan 1953, eða í 60 ár. Frá því að samfelldar mælingar hófust á Akureyri 1881 hefur meðalhiti í júní verið hærri aðeins fimm sinnum. Meðalhiti mældist 9,9 stig í Reykjavík. Þetta kemur fram í gögnum Veðurstofunnar.

Úrkoma

Úrkoma á Akureyri mældist 8,1 mm og er það ríflegur fjórðungur meðalúrkomu í júní. Úrkoma mældist 65,6 mm í Reykjavík í júní og er það 30 prósent umfram meðallag.

Sólskin

Á Akureyri var  óvenju sólríkt. Sólskinsstundir mánaðarins mældust 260,6 og er það 84 stundum fleiri en í meðalári. Óvenjusólarlítið var í Reykjavík í júní. Sólskinsstundirnar mældust aðeins 121,7 og er það 40 stundum undir meðallagi áranna 1961 til 1990.

Nýjast