Jötnar höfðu betur gegn Húnum

SA Jötnar löndu sigri í hörkuleik í gær. Mynd: Elvar Freyr Pálsson.
SA Jötnar löndu sigri í hörkuleik í gær. Mynd: Elvar Freyr Pálsson.

Jötnar lögðu Húna að velli, 6-4, er liðin  mættust í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí. Leikurinn var nokkuð jöfn og skiptust liðin á að leiða leikinn en Akureyringar reyndust sterkari á lokasprettinum. Lars Foger spilaði með Jötnunum í gær og skoraði tvívegis og þeir Ingvar Jónsson, Guðmundur Guðmundsson, Stefán Hrafnsson og Andri Mikaelsson eitt mark hver. Mörk Húna skoruðu þeir Matthías Sigurðsson (2) og þeir Viktor Svavarsson og Gunnlaugur Guðmundsson sitt markið hvor.

Nýjast