Jörð skalf á Siglufirði í nótt
Jörð skalf á Siglufirði í nótt en um kl. 4:16 mældist jarðskjálfti upp á 3,3 að Richter. Skjálftinn varð um 16
kílómetra norðaustur af Siglufirði og urðu íbúar hans var í bænum. Að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur verkefnisstjóra
jarðváreftirlits á Veðurstofu Íslands er ekki líklegt að aðrir skjálftar komi í kjölfarið. Ekki er óalgengt að
jarðskjálftar mælist á þessu svæði. "Ég er hins vegar mest hissa á því að fólk hafi fundið fyrir þessum
skjálfta," sagði Steinunn við Vikudag.