10. júní, 2009 - 11:43
Fréttir
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur falið oddvita að ganga til samninga við Jónas Vigfússon um að gegna stöðu
sveitarstjóra út kjörtímabilið. Jónas er byggingarverkfræðingur og MBA viðskiptafræðingur að mennt. Hann hefur reynslu af
sveitarstjórnarstörfum, því hann var sveitarstjóri Hríseyjarhrepps frá 1991-1996 og Kjalarneshrepps 1996 -1998.