Jónas og Hermann heiðraðir á sjómannadag

Jónas Jónsson frá Knútstöðum og Hermann Ragnarsson stunduðu sjóinn um árabil við góðan orðstýr, þeir voru heiðraðir fyrir störf sín til sjós í dag sjómannadag. Mynd: framsýn.is
Mikið líf og fjör hefur verið á Húsavík um helgina enda hátíðarhöld í gangi vegna Sjómannadagsins. Tveir sjómenn voru heiðraðir á Húsavík í dag. Heiðrunin fór fram í Húsavíkurkirkju. Að þessu sinni voru Jónas Jónsson og Hermann Ragnarsson heiðraðir. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sagði nokkur orð og rakti sjómannsferil þeirra félaga sem lengi störfuðu til sjós. (framsyn.is)