Jonas Gahr Støre í heita pottinum í gærkvöld
Fastagestum í heita pottinum í Sundlaug Akureyrar bættist óvæntur liðsauki í gærkvöld þegar Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs kom þangð ásamt fríðu föruneyti lögreglu og lífvarða. Störe vildi njóta heita vatnsins og skellti sér því pottinn, en hann var hér í gær í tilefni af því að sett hefur verið upp sérstök prófessorsstaða við Háskólann á Akureyri í málefnum norðurslóða og er staðan kostuð af Norðmönnum.
Prófessorstaðan er kennd við Friðþjóð Nansen, norska landkönnuðinn og mannvininn, en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Störe flutti fyrirlestur um málefni norðurslóða fyrir fullum sal áhorfenda í Hofi í gær, og í framhaldinu unirrituðu hann, Össur Skarphéðinsson og Stefán B Sigurðsson samning um Nansen-stöðuna.