Keppendur frá Akureyri gerðu góða hluti á Bikarmótinu í fitness og vaxtarrækt sem haldið var í Háskólabíói um síðustu helgi. Mótið var það fjölmennasta sem haldið hefur verið hér á landi á vegum Alþjóðasambands líkamsræktarmanna, en alls voru keppendur 109. Af árangri keppenda frá Norðurlandi má helst nefna að Jóna Lovísa Jónsdóttir varð heildarsigurvegari í fitness kvenna eftir að hafa sigraði í flokki 35 ára og eldri. Þá varð Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir heildarsigurvegari í módelfitness, Árni Freyr Árnason sigraði í vaxtarrækt í flokki að og með 90 kíló og Ragna Gréta Eiðsdóttir sigraði í módelfitness unglinga í kvennaflokki. Í heildarkeppni í fitness karla sigraði Elmar Þór Diego og í heildarkeppni í vaxtarræktinni var það að vanda Magnús Bess Júlíusson sem sigraði, en þar hafnaði Árni Freyr í þriðja sæti.
Prestur í fantaformi
Séra Jóna Lovísa er sennilega best þjálfaðasti prestur landsins og óhætt að segja að hún leggji dygga rækt við líkama og sál. Hún var að keppa á sínu fyrsta fitnessmóti um helgina en hefur áður borið sigur úr býtum á hinum ýmsu mótum í vaxtarrækt. Ég ætlaði bara að prófa hvernig mér líkaði við fitnessið og það gekk bara svona svakalega vel, segir Jóna Lovísa í stuttu spjalli við Vikudag um árangurinn, sem hún segir að hafi komið sér hæfilega á óvart. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en vissi svo sem alveg að ég væri vel þjálfuð og ætti góðan sjens, segir Jóna. Hún segist æfa sex sinnum viku og að líkamsræktinni tvinnist vel saman við vinnuna í Akureyrarkirkju. Maður getur unnið hvaða vinnu sem er með þessu. Ég er einnig einkaþjálfari þannig að það er nóg gera, segir Jóna, sem stefnir á að keppa á Íslandsmótinu í fitness í vor og einnig á mótum erlendis á næsta ári.