Jón Þór ráðinn starfsmaður þjónustustöðvar Hörgársveitar
Jón Þór Brynjarsson hefur ráðinn starfsmaður þjónustustöðvar (áhaldahúss) Hörgársveitar, sem sett verður
á stofn um miðjan ágúst nk. Hann var valinn úr hópi sextán umsækjanda um starfið. Þjónustustöðin verður á
Hjalteyri en einnig verður vinnuaðstaða í Þelamerkurskóla.
Þjónustustöðin mun m.a. hafa umsjón með viðhaldi á fasteignum sveitarfélagsins í samráði við forstöðumenn, hafa yfirumsjón með vinnuskóla, sinna tilfallandi verkefnum vegna gatnakerfis, fráveitna og vatnsveitu.
Þá hefur sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkt að gera verksamning við Finn ehf. um framkvæmdir á Hjalteyri en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið. Um er að ræða gatnagerð, ásamt holræsagerð og gerð útrásar. Finnur ehf. bauð tæpar 9,6 milljónir króna í verkið og var það eina tilboðið af þremur, sem var undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 10 milljónir króna. Áætluð verklok eru 15. ágúst nk.