Jón Stefán tekur við kvennaliði Hauka
Jón Stefán Jónsson var í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í knattspyrnu sem leikur í 1. deild. Hann mun jafnframt þjálfa 2. flokk kvenna hjá félaginu. Jón Stefán hefur þjálfað yngri flokka Þórs undanfarin ár og hefur einnig aflað sér góðrar menntunar í þjálfunarfræðum.
"Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir mig og það verður gaman að takast á við ný verkefni," segir Jón Stefán í samtali við Vikudag.