Jón Stefán tekur við kvennaliði Hauka

Jón Stefán Jónsson hefur þjálfað yngri flokka Þórs með góðum árangri undanfarin ár.
Jón Stefán Jónsson hefur þjálfað yngri flokka Þórs með góðum árangri undanfarin ár.

Jón Stefán Jónsson var í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í knattspyrnu sem leikur í 1. deild. Hann mun jafnframt þjálfa 2. flokk kvenna hjá félaginu. Jón Stefán hefur þjálfað yngri flokka Þórs undanfarin ár og hefur einnig aflað sér góðrar menntunar í þjálfunarfræðum.

"Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir mig og það verður gaman að takast á við ný verkefni," segir Jón Stefán í samtali við Vikudag.

Nýjast