01. september, 2009 - 21:31
Fréttir
Jón Hjaltason sagnfræðingur leggur nú lokahönd á ritun 5. bindis Sögu Akureyrar. Undanfarna mánuði hefur hann verið á
nafnaveiðum og orðið vel ágengt en skortir þó enn fáein nöfn.
Vikudagur hefur lagt sitt af mörkum og aðstoðað Jón með birtingu á myndum, með ósk um að fólk snúi sér til Jóns
(netfang; jonhjalta@simnet.is) ef það getur nafngreint einstaklinga sem á myndunum eru.