Jón Benedikt Gíslason, fyrirliði SA og aðstoðarfyrirliði Íslenska landsliðsins í íshokkí hefur verið útnefndur Íshokkímaður ársins 2008.
Í fréttatilkynningu frá Íshokkísambandinu segir „Jón hefur spilað íshokkí frá sjö ára aldri en fimmtán ára gamall flutti Jón til Kanada til að spila íshokkí fyrir unglingalið Holland Rockets í Manitoba-fylki í Kanada. Jón hóf ungur að spila með landsliðum Íslands og hefur spilað fjölmarga landsleiki bæði í unglinga- og fullorðins landsliðum Íslands. Jón hefur einnig spilað með félagsliðum í Finlandi, Danmörku og Kína. Með dvöl sinni í Kína varð Jón fyrsti atvinnumaður Íslendinga í íshokkí. Á síðasta keppnistímabili varð Jón Íslandsmeistari með Skautafélagi Akureyrar og var aðstoðarfyrirliði í landsliði Íslands sem keppti á heimsmeistaramóti í Newcastle í Ástralíu. Jón hefur ásamt því að spila íshokkí komið að þjálfun barna og unglinga í íþróttinni."