Jómfrúarferð Arctic Circle til Grímseyjar

Hópurinn samankominn á bryggjunni mynd þorgeir Baldursson 2016
Hópurinn samankominn á bryggjunni mynd þorgeir Baldursson 2016

Arctic Circle, skip í eigu Ambassador hvalaskoðunar á Akureyri, fór í sína fyrstu ferð til Grímseyjar um helgina. Siglingin frá Akureyri til Grímseyjar tekur aðeins rúma tvo tíma. Þetta kemur fram á ljósmyndavef Þorgeirs Baldurssonar

„Er skemmst frá því að segja að ferðin tókst betur en nokkur hafði þorað að vona og voru farþegarnir, Karlakór Eyjafjarðar og gestir þeirra, bókstaflega í sjöunda himni þegar heim var komið.

Kórinn hélt tónleika í félagsheimilinu Múla í Grímsey fyrir heimamenn og var gerður góður rómur að söng og karlmennsku kórsins,“ segir á vefnum.

Hafnar verða reglulegar siglingar til Grímseyjar 1. júní.

Siglt verður fjórum sinnum í viku. Framan af sumri verður siglt á kvöldin, lagt verður af stað frá Akureyri klukkan 18 og komið aftur upp úr miðnætti.

Fleiri myndir úr jómfrúarferðinni má sjá hér

 

Nýjast