Jólaskreytingasamkeppni í Móasíðu á Akureyri

Tvær 10 ára vinkonur í Móasíðu á Akureyri, Íris Birna Kristinsdóttir og Harpa Mukta Birgisdóttir, stóðu fyrir skreytingasamkeppni í götunni fyrir jól. Þær gengu í hús og fengu húsráðendur til að samþykkja þátttöku, sem flestir gerðu.  

Þær stöllur skipuðu sjálfar dómnefndina og skömmu fyrir jól heimsóttu þær þá íbúðaeigendur sem unnu til verðlauna. Sigurvegarar í keppninni urðu þau Sævar Sigmarsson og Sigrún Hjaltadóttir í Móasíðu 3a en í næstu sætum urðu húsráðendur í Móasíðu 4e og 7a. Sævar og Sigrún fengu í verðlaun smákökur frá Kexsmiðjunni og kerti.

Nýjast