Jóhann skoraði þrennu fyrir KA

KF og Magni gerðu jafntefli í markaleik á Hleðslumótinu. Mynd: Sævar Geir.
KF og Magni gerðu jafntefli í markaleik á Hleðslumótinu. Mynd: Sævar Geir.

Jóhann Helgason skoraði þrennu fyrir KA sem lagði Þór2 að velli, 5-1, í B-riðli Hleðslumótsins í knattspyrnu í Boganum sl. helgi. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði tvívegis fyrir KA en mark Þórs skoraði Hákon Guðni Hjartarson. Þá gerðu KF og Magni 3-3 jafntefli í sama riðli. Hreggviður Heiðberg Gunnarsson skoraði tvívegis fyrir Magna og Kristján Sindri Gunnarsson eitt mark. Mörk KF skoruðu þeir Gabríel Reynisson, Agnar Þór Sveinsson og Arnór Egill Hallsson. KA hefur sex stig á toppi riðilsins, KF tvö stig í öðru sæti og Þór2 og Magni eitt stig hvort í þriðja og fjórða sæti.

Nýjast