Jóhann Kristinn tekur við liði Þórs/KA

Við undirritunina í dag. Mynd: Heimasíða Þórs
Við undirritunina í dag. Mynd: Heimasíða Þórs

Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Þórs/KA í knattspyrnu kvenna en frá því er greint á heimasíðu Þórs að Jóhann hafi skrifað undir tveggja ára samning. Hann mun taka við af Hlyni Svan Eiríkssyni sem stýrði liðinu stærstan hluta í sumar en var á dögunum ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Jóhann Kristinn hefur síðustu ár þjálfað karlalið Völsungs á Húsavík.

Nýjast